Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að draga aðildarumsókn Íslands til baka - 324 svör fundust
Niðurstöður

Um hvað fjallar nýi sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum evruríkjanna?

Ríkisfjármálasáttmálinn er liður í áætlun ESB um að auka trúverðugleika og tryggja stöðugleika í efnahagsstjórn á evrusvæðinu. Sáttmálinn skuldbindur evruríkin til að innleiða svonefnda skuldabremsu sem felur í sér markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum og sjálfkrafa leiðréttingarkerfi ef skuldasöfnun fer fram úr leyf...

Hefur ESB gert eitthvað til þess að bókhald þess verði áreiðanlegra?

Evrópusambandið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir óáreiðanlegt bókhald sem valdi spillingu og óráðsíu í fjármálum sambandsins. Um það má lesa nánar í svari við spurningunni Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins? Framkvæmdastjórn ESB, sem ber lagalega ábyrgð á bókhaldi sa...

Hvaða reglur gilda um verðtryggingu lána í ESB?

Í neytendalögum Evrópusambandsins felst öflug neytendavernd og eru meðal annars lagðar ákveðnar kvaðir á banka og fjármálastofnanir sem veita neytendum lán. Almennir skilmálar neytendalána í aðildarríkjunum hafa verið samræmdir í löggjöf ESB, þar á meðal eru helstu upplýsingar sem neytendur ættu að búa yfir við l...

Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960?

Evrópusamstarfið hófst með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og gildistöku Rómarsáttmálanna árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland stóðu að þessu samstarfi sem leiddi síðar til Evrópusambandsins. Bretar áttu sitthvað sameiginlegt með þessum ríkjum á þes...

Helstu sáttmálar ESB

Parísar-sáttmálinn (Paris Treaty) frá 1952 lagði grunninn að stofnun Kola- og stálbandalagsins. Markmiðið var að koma í veg fyrir hernað og draga úr spennu á milli aðildarríkja þess eftir seinni heimsstyrjöldina. Rómarsáttmálarnir (Rome Treaties) frá árinu 1958 lögðu grunninn að stofnun Efnahagsbandalags Evróp...

Sjávarútvegssjóður Evrópu

Sjávarútvegssjóður Evrópu (e. European Fisheries Fund, EFF) hóf starfsemi árið 2007. Samið var um stofnun hans við endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins árið 2002 en sjóðurinn tók við af svonefndri fjármögnunarleið við þróun í sjávarútvegi (e. Financial Instrument for Fisheries Guidance, ...

Hvað teljið þið helst til tíðinda í yfirlýsingu Merkel og Sarkozys frá 16. ágúst? [Fréttaskýring]

Í fyrsta lagi gefur yfirlýsing Merkel og Sarkozys tilefni til að hugleiða stöðu smáríkja sem hafa barist í bökkum að undanförnu. Í öðru lagi förum við nokkrum orðum um stöðu evrukerfisins, kosti þess og galla. Þá ræðum við hugmyndir um samræmdan fyrirtækjaskatt í Þýskalandi og Frakklandi, og að lokum er hér fjalla...

Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?

Um bakstur og matargerð í heimahúsum og sölu á slíkum afurðum gilda engar sérstakar reglur í Evrópusambandinu, nema matvælafyrirtæki sé beinlínis rekið í heimahúsi. Þvert á móti er starfsemi sem hvorki er samfelld né skipulögð, og fer til dæmis fram í tengslum við viðburði eins og þorpshátíðir eða kökubasara kvenf...

Hver er afstaða ESB til lögleiðingar marijúana og/eða annarra kannabisefna?

Evrópusambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á sviði fíkniefnamála heldur fara aðildarríkin sjálf með slíkar valdheimildir. Samkvæmt alþjóðasamningum á vegum Sameinuðu þjóðanna er kannabis (hass, marijúana (stundum kallað gras) og hassolía) skilgreint sem fíkniefni. Ríki sem aðild eiga að samningunum ha...

Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?

Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...

Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB?

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum ver...

Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru? - Myndband

Ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru í kjölfarið mundi Seðlabanki Íslands ekki lengur reka sjálfstæða peningastefnu. Hlutverk seðlabankans yrði að fara með framkvæmd sameiginlegrar peningamálastefnu evrusvæðisins, eftir þeim reglum og ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Seðlabanka Evrópu....

Hvað verður um sjávarútveg Íslendinga ef við göngum í ESB? Hvað mundi breytast?

Spurningunni um hver afdrif íslensk sjávarútvegs yrðu ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu er ekki hægt að svara með fullri vissu að svo stöddu. Enn er unnið að mótun samningsmarkmiða Íslands í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB og viðræður um þennan kafla eru ekki hafnar. Endanlegt sva...

Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?

Svarið við því um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er að finna í opinberum samningsafstöðum aðalsamninganefndar í samningsköflunum 33. Til grundvallar viðræðunum liggja réttarreglur Evrópusambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarríki að innleiða þær í heild sinni. Það sem þarf ...

Hvaða fríverslunarsamninga hefur Ísland gert og eru þeir allir af sama tagi?

Ísland er aðili að fríverslunarsamningum við rúmlega sextíu ríki. Samningarnir eru í meginatriðum byggðir eins upp og hafa flestir þeirra komið til með samstarfi EFTA-ríkjanna. Mikilvægasti samningur Íslands og jafnframt sá víðtækasti er EES-samningurinn. *** Ísland hefur gert fríverslunarsamninga við meira ...

Leita aftur: